María Fjóla ráðin í starf forstjóra Hrafnistu

María Fjóla Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, hefur verið ráðin forstjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 1. september. María hefur starfað hjá Hrafnistu frá árinu 2015 sem framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs. Hún hefur enn fremur sinnt starfi forstjóra Hrafnistu undanfarna mánuði, ásamt Sigurði Garðarssyni framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs.

María Fjóla er sjötti forstjóri Hrafnistu sem tók til starfa á sjómannadaginn 2. júní 1957.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here