fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirAtvinnulífKrydd opnar á ný í kvöld - eigendur bjartsýnir á lausn

Krydd opnar á ný í kvöld – eigendur bjartsýnir á lausn

Eigendur Krydd veitingahúss ehf. í Hafnarborg eru bjartsýnir á að það takist að leysa úr fjárhagsvanda fyrirtækisins en fyrirtækið fékk nýlega greiðslustöðvun til 29. apríl nk.

Verður opnað á ný og opið fyrir 17 gesti í einu. Nýr matseðilll verður tekinn í notkun og boðið upp á léttari rétti en áður.

Að sögn eigenda eru þeir bjartsýnir á að takist að leysa úr fjárhagsvandanum og þegar hafi starfsemin verið endurskipulöðgð til þess að það náist og segjast þeir bjartsýnir á að það náist að fá inn nýja hluthafa til að tryggja reksturinn.

Munu þeir bjóða upp á heimsendingar í Hafnarfirði sem verða án endurgjalds ef keypt er fyrir 5.000 kr. eða meira en 25% afsláttur verður á verði á matseðli í heimsendingum eða ef sótt er.

Sjá nánar á facebook.com/krydd/

Veitingahúsið Krydd fær greiðslustöðvun til 29. apríl

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2