fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirAtvinnulífKjarasamningur náðist í nótt til eins árs við Rio Tinto á Íslandi

Kjarasamningur náðist í nótt til eins árs við Rio Tinto á Íslandi

Í nótt náðist samkomulag við Rio Tinto á Íslandi um kjarasamning starfsmanna álversins í Straumsvík til eins árs, frá 1. júní 2020 að telja. Hefur verkfallsboðun því verið frestað.

Samninganefndir verkalýðsfélaganna hafa frest til 5. nóvember til að skrifa undir samninginn og er verkfallsaðgerðum frestað um þann tíma. Deiluaðilar munu halda áfram viðræðum til 5. nóvember, með það fyrir augum að semja til lengri tíma.

Samningurinn sem liggur fyrir, er mjög í anda þess samnings sem gerður var í álveri Norðuráls á Grundartanga og Lífskjarasamningsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2