Fiskmarkurinn hefur flutt úr Hafnarfirði í Sandgerði

Var fyrsti fiskmarkaðurinn á Íslandi

Húsnæði Fiskmarkaðarins

Fyrsti fiskmakarður á Íslandi hóf starfsemi sína í Hafnarfirði í maí 1987 er Fiskmarkaðurinn hf. tók til starfa við Fornubúðir í 4.000 m² húsnæði.

Fleiri fiskmarkaðir voru stofnaðir og árið 1998 sameinaðist Fiskmarkaðurinn hf. Fiskmarkaði Suðurnesja hf. undir merkjum hins síðarnefnda.

Hefur fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði síðan þá verið útstöð sem var rekinn þar til húsnæði markaðarins brann fyrr á þessu ári. Hafði umsvif markaðarins minnkað mikið og var stór hluti húsnæðisins leigður út.

Á stjórnarfundi Fiskmarkaðar Suðurnesja 5. nóvember sl. var svo ákveðið vegna erfiðleika með húsnæði og rekstur útstöðvar FMS í Hafnarfirði að loka henni og færa þá þætti útstöðvarinnar sem hægt veri til útstöðvar í Sandgerði.

Stjórnin sendi hafnarstjórn Hafnarfjarðar bréf þar sem því er komið á framfæri að FMS væri tilbúið að ræða við Hafnarfjarðarhöfn um lausn (ef einhver væri) um sölu á þeim fisk sem hefur undanfarið verið landað og selt á fiskmarkaði í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli