Fast lægsta verð hjá N1 á tveimur stöðvum í Hafnarfirði

Ný bensínstöð á Norðurhellu var opnuð í dag

Nýja N1 stöðin á Norðurhellu. Ljósm.: N1

Í dag var opnuð ný sjálfsafgreiðslustöð N1 á Norðurhellu, á lóð Krónunnar.

Fyrirtækið festi lágt verð í sessi á stöð sinni í Lindum í Kópavogi í desember 2020 og hefur það fyrirkomulag slegið í gegn skv. upplýsingum frá N1.

„Þetta fyrirkomulag hefur mælst afar vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar og raunar farið fram úr björtustu vonum okkar. Fasta lága verðið flýgur hátt og því viljum við koma enn frekar til móts við viðskiptavini okkar með því að bæta þremur N1 stöðvum við frá og með deginum í dag,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

N1 Reykjavíkurvegi, N1 Norðurhellu og N1 Tryggvabraut á Akureyri bætast því í hópinn í dag. N1 Norðurhellu er ný stöð og eykur enn þjónustu við bifreiðaeigendur sem þarna fara um.

Verð í dag er 187 kr. á bensíni og 183 kr. á díselolíu en til samanburðar kostar bensín 182,90 kr. hjá Costco, 185,40 kr. hjá Orkunni Reykjavíkurvegi og 185,50 kr. hjá Atlantsolíu í Kaplakrika og hjá ÓB, við Fjarðarkaup. Verð á bensíni hjá N1 á Lækjargötu er hins vegar 218,90 kr., hjá Orkunni við Kænuna 222,60 kr. og 222,70 hjá Atlantsolíu við Suðurhöfnina og ÓB Melabraut og Suðurhellu.

„Við leitum ætíð allra leiða til að hlusta á viðskiptavini okkar og fast lágt verð er augljóslega eitthvað sem fellur bifreiðaeigendum vel í geð.  Stöðvarnar tvær í Hafnarfirði og ekki síður á Tryggvabrautinni á Akureyri henta vel fyrir þessa útfærslu og við hlökkum til að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þetta nýja fyrirkomulag,“ segir Hinrik Örn.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here