fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirAtvinnulífBirgir verður framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta

Birgir verður framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta

Hættir sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH eftir farsælt starf

Birgir Jóhannsson sem undanfarin ár hefur verið framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna Íslenskur toppfótbolti og tekur við starfinu um miðjan janúar.

Birgir hefur setið í sjórn samtakanna en ÍTF eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu og var stofnað 2011 og eru aðildarfélögin 24.

Framkvæmdastjóri hefur m.a. umsjón með daglegum rekstri ÍTF, sinnir markaðsstarfi, áætlana – og samningagerð vegna sjónvarps- og markaðsréttinda og er í samskiptum við hagsmunaaðila, s.s. aðildarfélög, KSÍ, fjölmiðla og aðra samstarfsaðila.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2