Athafnalóð á bæjarmörkum auglýst

Lóðin liggur við væntanlegan Álftanesveg

Athafnalóð á bæjarmörkum. - ljósm. af vef Garðabæjar

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Garðahraun 1 (sem er í beinu framhaldi af Flatahrauni) á athafnasvæðinu í Molduhrauni.

Er lóðin við bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar, gegn lóð Góu.

Milli lóðarinnar og húss Ísafoldarprentsmiðju sem er til hægri á myndinni er vegastæði Álftanesvegar.

Stærð lóðarinnar er um 15.000 m² og liggur vestast í Molduhrauni við mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Heildar byggingarmagn er um 12.000 m², í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 0,8 og skilgreint í ný endurskoðuðu deiliskipulagi Molduhrauns.

Tilboð í byggingarrétt á lóðinni skulu berast Garðabæ eigi síðar en 5. desember 2019.

Sjá nánar hér.