fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirArna Stefanía og Hilmar Örn íþróttamenn FH 2017

Arna Stefanía og Hilmar Örn íþróttamenn FH 2017

Frjálsíþróttafólkið hefur safnað titlum á árinum

Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir var útnefnd íþróttakona FH 2017 á verðlaunahátíð í Kaplakrika í dag en hún var einnig nýlega kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar.

Þá var sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson var útnefndur íþróttakarl FH 2017.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir hlýtur þessa sæmd fyirr árangur í 400 m grindahlaupi sem hún hljóp á 56,37 sekúndum. Hún hefur náð öðrum besta árangri íslenskrar konu í þessari gerin sem gefur 1130 stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Arna Stefaní a náði þessum árangir á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri sem haldið var í Póllandi í sumar. Með þeim árangri var Arna Stefanía að fylgja eftir frábærum árangri á árinu 2016. Hún sigraði ennig á Smáþjóðaleikunum í 400 m grindahlaupi en einnig sigraði hún á stærri mótum í Hollandi og Danmörku á árinu og á Norðurlandameistaramótinu innanhúss sem haldið var í Finnlandi þar sem ARna Stefanía varð Norðurlandameistari í 400 m hlaupi. Þá var hún í bikarliði FH sem vann kvennabikarinn utanhúss og varð bikarmeistari í 400 m hlaupi, 100 m grindahlaupi og 1.000 m boðhlaupi. Hún varð Íslandsmeistari utanhúss í 100 m grindahlaupi.

Hilmar Örn Jónsson íþróttakarl FH 2017

Hilmar Örn Jónsson hlýtur þessa sæmd fyrir árangur í sleggjukasti en hann kastaði sleggjunni 72,38 m í Eugene í Bandaríkjunum og gaf sá árangur 1077 stig skv. alþjóðlegri stigatöflu. Er það næstbesti árangur Íslendings í greininni frá upphafi. Hilmar er yngsit Íslendingurinn sem hefur kastað sleggjunni yfir 70 m. Er kast hans Íslandsmet í flokki 20-22 ára pilta.

 

 

 

 

Eftirfarandi voru tilnefndir:

 

  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir, frjálsíþróttakona FH
  • Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttakarl FH
  • Fanney Þóra Þórsdóttir, handknattleikskona FH
  • Ágúst Birgisson, handknattleikskarl FH
  • Þórdís Ylfa Viðarsdóttir, skylmingakona FH
  • Hilmar Örn Jónsson, skylmingakarl FH
  • Guðný Árnadóttir, knattspyrnukona FH
  • Steven Lennon, knattspyrnukarl FH
Tilnefndir íþróttamenn FH 2017 með formanni og fl.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2