fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirArna Stefanía og Einar Rafn íþróttamenn FH 2018

Arna Stefanía og Einar Rafn íþróttamenn FH 2018

Veitt úr minningarsjóði um Hrafnkell Kristjánsson

Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona var útnefnd íþróttakona FH 2018 og Einar Rafn Eiðsson handknattleiksmaður var útnefndur íþróttakarl FH 2018.

Arna Stefanía var næst stigahæsta kona landsins í frjálsum íþróttum á innanhússtímabilinu og varð Norðurlandameistari í 400 m hlaupi auk þess að vera ein sterkasta hlaupakona FH.

Einar Rafn stóð sig mjög vel með liði FH sem náði silfurverðlaunum á Íslandsmótinu í handknattleik og var Einar Rafn valinn í lið ársins og var með hæstu meðaleinkunn leikmanna deildarinnar.

Glæsilegur hópur sem fékk viðurkenningu

Eftirfarandi voru tilnefndar sem íþróttakona FH 2018:

  • Arna Stefanía Guðmundsóttir, frjálsar íþróttir
  • Fanney Þóra Þórsdótitr, handknattleikur
  • Jasmín Erla Ingadóttir, knattspyrna
  • Mekkín Elísabet Jónudóttir, skylmingar

Eftirtaldir voru tilnefndir sem íþróttakarlar FH 2018:

  • Kristinn Torfason, frjálsar íþróttir
  • Einar Rafn Eiðsson, handknattleikur
  • Guðmundur Krisjánsson, knattspyrna
  • Gunnar Egill Ágústsson, skylmingar

Ljóð formlega afhjúðað

Ljóð eftir Árna Grétar Finnson, Lífsþor, sem sett hefur upp í stórum ramma í tengibyggingu Kaplakrika var formlega afhjúpað í upphafi athafnarinnar og las Kristbjörg Kjeld leikkona ljóðið. Það voru börn Árna sem færðu félaginu ljóðið að gjöf, þau Ingibjörg, Finnur og Lofvísa.

Kristbjörg Kjeld við ljóðið

Úthlutað úr minningarsjóði

Þá var úthlutað úr minningarsjóði um Hrafnkel Kristjánsson og að þessu sinni voru veittar 300 þús. kr. til átaks og uppbyggingar á verkferlum gegn hvers kyns ofbeldi innan félagsins.

Það voru börn Hrafnkels, þau Þóra og Atli sem afhentu Gunnlaugi Sveinssyni styrkinn.

Gunnlaugur, Þóra og Atli

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2