Ari Bragi hjó nærri Íslandsmeti í 100 m hlaupi

Ari Bragi Kárason kemur annar í mark í 60 m hlaupi á Meistarmóti Íslands 2015.

Ari Bragi Kárason

Fremstu karl spretthlauparar landsins reyndur að slá Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á hlaupamóti í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöld.

Íslandsmetið í 100 m hlaupi karla er 10,3 sek., sett af Hilmari Þorbjörnssyni árið 1957, en hefur svo tvívegis verið jafnað. Fyrst af Vilmundi Vilhjálmssyni 1977 og síðar af Jóni Arnari Magnússyni 1996.

Frá því rafrænar tímatökur hófust á Jón Arnar Magnússon besta tímann, 10,56 sek. sem hann hljóp árið 1997 og er skráð Íslandsmet.

FH-ingarnir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson hafa hlaupið mjög nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars og í gær gerðu þeir tilraun til að slá metið.

Ekki náðu þeir að slá metið en Ari Bragi hljóp á 10,60 sekúndum, aðeins 4/100 úr sekúndu frá Íslandsmetinu.

RÚV greindi frá þessu og sjá má myndskeið af tilrauninni hér.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here