Andlát – Sverrir Ólafsson myndhöggvari

Sverrir Ólafsson f. 13. maí 1948 - d. 30.12.2019

Hafnfirski myndhöggvarinn Sverrir Ólafsson lést 30. desember sl., 71 árs að aldri.

Sverrir lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1976. Á ferli sínum hélt Sverrir fjölda einkasýninga, auk þess sem hann tók þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima sem og erlendis.

Sverrir lagði stund á kennslu og stofnaði Alþjóðlegu listamiðstöðina Straum í Hafnarfirði árið 1988. Þar gegndi hann forstöðu til ársins 2001.

Hann stóð þá einnig að uppsetningu alþjóðlega höggmyndagarðsins á Víðistaðatúni og hafði með honum yfirumsjón um langt árabil.

Sverrir starfaði um langt skeið í Mexíkóborg og í desember 2001 hlaut Sverrir þrenn gullverðlaun í höggmyndasamkeppni á eyjunni Isla Mujeres undan strönd Mexíkó en verðlaunin fékk Sverrir fyrir listaverkið Hús andanna sem Sverrir gerði í keppninni og gaf síðan mexíkönsku þjóðinni.

Sverrir hlaut á ferli sínum fjölda annarra viðurkenninga fyrir störf sín, en verk eftir Sverri eru í eigu opinberra safna og einkasafna, bæði hér á landi og erlendis.

Sverrir lætur eftir sig sex börn, Ólaf Gunnar, Hákon Sverri, Erik Edward, Katrínu Nicola, Jón Ferdínand og Henning Hrafn.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here