fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirAtvinnulífÁlverið í Straumsvík óarðbært og ósamkeppnisfært að mati forstjóra Rio Tinto Aluminium

Álverið í Straumsvík óarðbært og ósamkeppnisfært að mati forstjóra Rio Tinto Aluminium

Lokun meðal möguleika í endurskoðun sem ljúka á fyrir mitt þetta ár

Alvarleg staða er komin upp í álverinu í Straumsvík þegar forstjóri Rio Tinto Aluminium segir að álverið sé óarðbært og sé ekki samkeppnisfært vegna hás raforkukostnaðar.

Segir Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, í tilkynningu að Rio Tinto muni kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekst­ur ISAL fjár­hags­lega sjálf­bær­an á ný.

Alf Brrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium

„Við höfum unnið markvisst að því að bæta afkomu ISAL. Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar,” segir Alf Barrios.

Segir hann að unnið verði náið með þeim sem eiga gagn­kvæma hags­muni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. rík­is­stjórn, Lands­virkj­un, starfs­fólki, stétt­ar­fé­lög­um og sveit­ar­fé­lag­inu.

Í fyrirhugaðri endurskoðun verða allar leiðir skoðaðar, þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun. Endurskoðunarferlinu verður lokið á fyrri helmingi árs 2020.

Gert er ráð fyrir að rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.

Eins og áður hefur verið greint frá var, vegna taprekstrar, ákveðið að minnka framleiðsluna á þessu ári og var Landsvirkjun tilkynnt að álverið myndi aðeins kaupa 85% af áætlaðri rafmagnkaupum.

Tap hefur verið á rekstri álversins síðustu ár og nam tapið 42,1 milljónum dollara árið 2018 og 3,3 milljónum dollara árið 2017.

Um 500 manns starfa í álverinu og álverið kaupir gríðarlega mikla þjónustu í Hafnarfirði og víðar og það yrði mikið áfall ef álverið lokaði.

Í morgun boðaði Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi alla starfsmenn til fundar til að kynna þeim stöðuna í málinu.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2