Alvarlegt slys í Flensborgarhöfn – uppfært

Bíll með þremur einstaklingum í fór í höfnina

Frá slysstað í kvöld

Bifreið fór út af Óseyrarbryggju á tíunda tímanum í kvöld og í sjóinn í Flensborgarhöfn.

Þegar björgunarfólk kom á staðinn var einn einstaklingur í höfninni. Ekki hefur fengist staðfest hvort sá hafi verið í bílnum en heimildir eru fyrir því að hann hafi sjálfur komist út úr bílnum.

Tilkynning um slysið barst kl. 21.07 og var viðbúnaður slökkviliðs og björgunarfólks mikill. Um tuttugu mínútur í tíu var búið að ná tveimur einstaklingunum upp úr sjónum. Köfurum hafði fljótlega tekist að finna annan einstaklinginn en aðeins lengri tíma tók að ná hinum úr sjónum.

Björgunarfólk að störfum á Óseyrarbryggju í kvöld.

Höfðu tvímenningarnir þá verið þó nokkurn tíma í sjónum. Ekki er vitað að svo stöddu um líðan einstaklinganna.

Engar upplýsingar fengust á slysstað og var öllum vísað langt frá af lögreglu og gilti það sama um fjölmiðlafólk.

Uppfært kl. 22.32

Skv. upplýsingum lögreglu kl. 22.35 voru þeir sem voru í bílnum fluttir á slysadeild og að ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Uppfært kl. 00.19

Búið er að ná bílnum upp úr sjónum. Skv. heimildum voru þrír ungir menn í bílnum þegar hann fór út af bryggjunni.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here