fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirAðeins Seltjarnarnes með minni hækkun útsvarstekna en Hafnarfjörður

Aðeins Seltjarnarnes með minni hækkun útsvarstekna en Hafnarfjörður

Útsvarstekjur Hafnarfjarðarkaupstaðar jukust um 645 milljónir 2019

Staðgreiðsla útsvars nam á síðasta ári 205 milljörðum króna samanborið við 194 milljarða króna árið 2018 og hækkun milli ára því um 5,6%. Kemur þetta fram í bráðabirgðauppgjöri sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kynnt.

Mest var hækkun útsvars í staðgreiðslu milli 2018 og 2019 á Suðurlandi eða um 7,4%. Þar á eftir kemur Norðurland vestra með um 7,3% hækkun.

Staðgreiðslan hækkaði hlutfallslega minnst á Austurlandi eða um 5,0%. Hjá öðrum landshlutum var hækkunin á bilinu 5,1% upp í rúmlega 6,7%.

29% minni hækkun í Hafnarfirði

Á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin 5,4% og er langmest í Mosfellsbæ 10,3% en minnst í Seltjarnarnesi 3,8% og í Hafnarfirði 4,0%. (Er Kjósarhreppur þá ekki talinn með en útsvarstekjur hreppsins eru aðeins 0,7% af útsvarstekjum Hafnarfjarðar.)

Er hækkunin í Hafnarfirði 29% minni en meðaltalshækkunin var á landinu öllu og um 26% en meðaltalshækkunin var á höfuðborgarsvæðinu. Mjög lítil fjölgun íbúa í Hafnarfirði er helsta skýring á minni hækkun útsvarstekna.

2018 2019 %
Mosfellsbær 6.096.977.392 6.725.927.395 10,3%
Garðabær 9.744.640.429 10.399.808.337 6,7%
Kópabogsbær 21.426.519.468 22.710.808.925 6,0%
Reykjavíkurborg 71.446.391.764 74.990.645.677 5,0%
Hafnarfjarðarkaupstaður 16.311.073.215 16.955.824.769 4,0%
Seltjarnarnesbær 2.820.723.754 2.927.484.716 3,8%
Kjósarhreppur 125.004.917 125.555.561 0,4%
Höfuðborgarsvæðið án Reykjavíkur 56.524.939.175 59.845.409.703 5,9%

Á Akureyri er hækkun útsvarstekna 5,5%, í Árborg er hækkunin 9,4% og á Ísafirði 7,2%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2