fbpx
Laugardagur, nóvember 2, 2024
target="_blank"
HeimFréttir85% starfsmanna og 65% foreldra vildu ekki heilsársopnun leikskóla

85% starfsmanna og 65% foreldra vildu ekki heilsársopnun leikskóla

Á síðasta ári var samþykkt að heimila heilsársopnun leikskóla í Hafnarfirði og jafnframt að ákvörðunin skyldi endurmetin í lok sumars. Um þetta urðu miklar deilur og sérstaklega var áberandi andstaða starfsmanna leikskólanna.

Við endurmat á heilsársopnuninni var ákveðið að gera könnun á meðal foreldra og starfsmanna um fyrirkomulag sumarfría leikskólanna. Í könnuninni var hægt að velja á milli tveggja leiða; að hafa óbreytt fyrirkomulag þ.e. heilsársopnun, eða að lokað verði í tvær vikur í júlí.

Niðurstaða könnunarinnar liggur fyrir þar sem kemur fram að mikill meirihluti foreldra og starfsmanna vill loka leikskólum Hafnarfjarðar tvær síðustu vikur júlímánaðar.

Lokað verði tvær síðustu vikur í júlí

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks og Viðreisnar í fræðsluráði samþykkti á fundi ráðsins sl. föstudag „að verða við þeim óskum og að foreldrar geti valið sér sumarfrísmánuð, þ.e. mánaðar sumarfrísmánuð á hvaða tíma sem er yfir sumartímann. Ef foreldri velur ekki þær vikur sem lokað er greiðir viðkomandi ekki fyrir þær vikur.“

Með þessu telja fulltrúarnir að komið sé til móts við væntingar flestra foreldra og starfsmanna. Var mennta- og lýðheilsusviði falið að vinna að útfærslunni.

Fulltrúi Samfylkingar fagnaði því að meirihlutinn sjái að sér og hlusti á raddir starfsfólks og foreldra og dragi til baka fulla sumaropnun og leggi til lokanir tvær síðustu vikurnar í júlí.

Ekki kannað hvort vilji var til að hverfa til fyrra horfs

Fulltrúi Miðflokksins benti á að það komi samt hvergi fram og hefur ekki verið kannað hvort einhverjir, starfsmenn eða foreldrar, vilji hverfa aftur að fyrra fyrirkomulagi, þ.e. þegar alveg var lokað í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi.

Harmar aukið álag á starfsfólk

Fulltrúi Bæjarlistans fagnaði því að nú væri hlustað á þessar raddir en harmar um leið það auka álag sem þessi vegferð hafi valdið starfsfólki leikskóla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2