fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttir500 kg jarðvegsþjöppu á kerru stolið

500 kg jarðvegsþjöppu á kerru stolið

Tjónið fellur alfarið á leigutakann

Eitthvað hefur verið um þjófnaði í Hafnarfirði undanfarið. Halldór Harðarson er einn þeirra óheppnu en kerra með 500 kg jarðvegsþjöppu var tekin aftan úr bílnum hjá honum fyrir utan Skipalón 4.

Kerra eins og stolið var

Segir Halldór þetta töluvert tjón fyrir sig þar sem engar tryggingar bæta svona. Þetta voru tæki frá leigumarkaði BYKO LM og er sá sem tekur slíkt á leigu alfarið í ábyrgð fyrir tækjunum. Þaðer því ekki á allra færi að greiða fyrir slíka hluti sem geta verið margra milljóna króna virði.

Þjöppunni var stolið aðfararnótt þriðjudagsins 2. maí sl.

Hafi einhver orðið var við kerruna og jarðvegsþjöppuna er sá hinn sami beðinn að láta lögreglu vita.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2