FH endurnýjar samninga við leikmenn

Knattspyrnudeild FH endurnýjar samninga við leikmenn meistaraflokks kvenna

Árni Rúnar Þorvaldsson formaður kvennaráðs knattspyrnuráðs FH og Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir

FH hefur endurnýjað samninga við 2 leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Leikmennirnir eru Hafnfirðingarnir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir og Erna Guðrún Magnúsdóttir.

Sigmundína Sara er 24 ára varnarmaður. Hún hefur leikið 156 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 1 mark og einnig 10 leiki með U17 landsliðinu og 3 leiki með U19 landsliðinu.

Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir

Erna Guðrún er 19 ára varnarmaður sem einnig getur spilað á miðjunni. Hún hefur leikið 52 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 4 mörk og einnig 3 leiki með U16 landsliðinu og 3 leiki með U19 landsliðinu.

Erna Guðrún Magnúsdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here