fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttir250 syntu á jólamóti Sundfélags Hafnarfjarðar

250 syntu á jólamóti Sundfélags Hafnarfjarðar

Ungir sem aldnir syntu saman í boðsundi í lokin

Sundfólk úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, ungir sem aldnir tóku þátt í árlegu jólasundmóti félagsins, sennilega skemmtilegasta sundmóti hvers árs. Keppendur voru rúmlega 250 og syntu þau yngstu án tímatöku og voru þau sem aðrir hvött vel áfram af fjölmörgum áhorfendum í Ásvallalaug.

Ungu krakkarnir sýndu flotta takta í flugsundinu.
Ungu krakkarnir sýndu flotta takta í flugsundinu.

Þjálfarar og starfsfólk var í jólaklæðnaði og gleðin var í fyrirrúmi. Mótinu lauk svo með einu allsherjar boðsundi þar sem 80 keppendur kepptu á 8 brautum. Syntu saman ungir sem aldnir sundmenn og fékk sundfólkið ekki að vita sundaðferðina fyrr en rétt áður en ræst var. Úr varð hin besta skemmtun og góður endir á skemmtilegu sundmóti þessa frækna sundfélags.

sh-jolamot-083-2

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Fjarðarfrétta.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2