12% ökumanna óku of hratt á Reykjanesbraut

Hraðamæling með gamla laginu

Brot 70 ökumanna voru mynduð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði sl. föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í norðurátt, sunnan Straumsvíkur þar sem Reykjnesbrautin verður einföld.

12% ökumanna óku of hratt og meðalhraði hinna brotlegu var 105 km/klst.

Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 562 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 12%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 105 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Tíu óku á 110 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 121.

Vöktun lögreglunnar á Reykjanesbraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here