fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimFrá ritstjóraUppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði

Það hafa mörg orð fallið um upp­bygg­ingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði undan­farið. Þar hafa komið fram skoðanir um að ekk­ert sé að gerast að því að gríðarleg uppbygging sé í bænum. Hvorugt er þó sannleikurinn því töluvert er verið að byggja í Hafnarfirði en íbúðaskortur er þó verulegur og eldri og yngri Hafn­firðingar hafa flúið í auknum mæli í nágrannasveitarfélögin.

Ungt fólk á erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð enda hefur skortur á íbúðum hækkað íbúðarverð gríðar­lega og nýjar íbúðir á þéttingareitum eru að jafnaði allt of dýrar fyrir fyrstu kaupendur. Einhver ástæða er fyrir því að íbúum Hafnarfjarðar fækkaði og ekki var það vegna fráflutnings erlendra ríkisborgara ef marka má tölur Hagstofunnar.

Í raun getur ungt fólk eingöngu horft til Hamranessvæðisins og Ás­lands 4 því 2.600 íbúðir eru á Hraun­unum í sk. 5 mínútna hverfi eru enn draumsýn og reikna má með mjög dýrum íbúðum þar sem þegar eru byggingaráform eftir dýr uppkaup.

Tafir í Áslandi 4

Ásland 4 hefur lengi verið í farvatninu og fyrstu húsin risu með Áslandi 3. Þar átti að úthluta lóðum á vormánuðum og í bréfi til Veitna segir bæjarstjóri 5. júlí sl. að auglýsa eig lóðir þar á næstu mánuðum. Grunnmynd hverfisins var þó fyrst tilbúin 13. júní sl. og Veitur treysta sér ekki til að auglýsa útboð á lagningu hitaveitu í hverfið fyrst í nóvember á þessu ári en leggja þarf aðfæðingu meðfram Ásvallabraut sem nýtast muni Áslandi 4 og næsta hverfi í Vatns­­hlíð. Því er ljóst að uppbygging hverfisins tefst enn frekar en Veitur hafna því að tafir, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, valdi sveitarfélaginu tjóni í tilviki 4. áfanga Áslands, eins og bæjarstjóri heldur fram.

Fátt er um önnur byggingarsvæði skv. aðalskipulagi og spennandi verður að sjá hvaða stefnu núverandi bæjarstjórn tekur ef ekki á fljótlega aftur að verða mikill lóðaskortur í Hafnarfirði.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2