fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFrá ritstjóraUmferðarmál - Leiðarinn 5. október

Umferðarmál – Leiðarinn 5. október

Umferðin á höfuðborgar­svæð­inu hefur þyngst gríðarlega síð­ustu áratugina og fátt sem bendir til þess að aksturstími muni styttast á annatímum. Bílum í umferðinni getur ekki fjölgað endalaust enda fáránleg tilhugs­un hvað einn einstaklingur á ferð getur tekið mikið pláss. Stefna í skipulagsmálum er þess valdandi að allt of margir stefna á sama staðinn og þétting byggðar skapar enn meiri vandamál í umferðinni á meðan almennings­samgöngur eru ekki bættar og fólk nýti sér þær miklu meira.

En á meðan Borgarlínan er enn á umræðustigi og um hana deilt má kannski horfa til þátta sem megi laga með tiltölulega litlum tilkostnaði. Ef horft er ofan á umferðina á annatímum má sjá að bílaraðirnar eru miklu lengri en þær þurfa að vera. Víða má sjá langt bil á milli bíla og fáir komast yfir gatnamót á grænu ljósi vegna teygjubyssuáhrifanna þegar sumir fara seint og hægt af stað. Með tæknivæddari bílum á t.d. að vera hægt að stilla bil á milli bíla í umferðarteppu á litlum hraða og tryggja að allir fari af stað á sama tíma þegar grænt ljós kviknar. En fyrst og fremst snýst þetta um fræðslu og viðhorf ökumanna.

Okkur Hafnfirðingum hefur verið sagt að umferðarljósin á Reykjanesbraut og Fjarðarhrauni séu umferðarstýrð en sér er hver umferðarstýringin því hún er fyrirfram ákveðin miðað við tíma og meðalfjölda ökutækja. Sennilega skilja langflestir hugtakið umferðarstýrð umferðarljós sem ljós sem stýrast af umferðinni hverju sinni en svo er alls ekki. Svona ljós þekktu örugglega margir á Vífilsstaðavegi þar sem enginn beið við ljósin á meðan engir aðrir bílar voru á leið að þvera þeirra leið.

Um þetta er deilt og rifist en nú eru tæknilegar lausnir til en t.d. í Kaupmannahöfn gerðu menn þetta handvirkt fyrir meira en hálfri öld þegar þeir stýrðu umferðarmagninu inn til miðborgarinnar til að forðast teppur þar. Krefjumst alvöru lausna strax!

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2