fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFrá ritstjóraNý tækifæri á nýju ári

Ný tækifæri á nýju ári

Gleðilegt ár kæri lesandi og takk fyrir samfylgdina á liðnu ári.

Nýtt ár boðar ný tækifæri og að sjálfsögðu nýjar hindranir. Stefnt er að útgáfu Fjarðarfrétta á svip­aðan hátt og á síðasta ári þar sem m.a. gott samstarf við verslunar­miðstöðina Fjörð gerði það mögu­legt að gefa blaðið út. Það hefur verið ánægjulegt að finna góð viðbrögð við því að haldið sé úti bæjarblaði í Hafnarfirði, þó þeir, sem síst skildi, sýni lítinn áhuga á að í bæjarfélaginu sé gefið út óháð blað.

Óvissa með dreifingu er stærsta ógnin en aðeins eitt fyrirtæki hefur boðið dreifingu inn á heimili í Hafnarfirði, fyrirtæki sem er í eigu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Eftir að Fréttablaðið hætti dreifingu inn á heimili er óvissa með áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins en almennt minnkandi póstur gerir dreifingu erfiða og dýrari.
Það gæti hins vegar skapað tækifæri fyrir félög sem sækjast í fjáraflanir en bæjarfélagið er stórt og dreifing þarf að gerast hratt.

Bæjarbúar, fyrirtækjastjórnendur, starfsmenn sveitarfélagsins og aðrir eru hvattir til að senda inn ábendingar um fréttnæmt efni en fréttavefurinn fjardarfrettir.is verður að sjálfsögðu einnig áfram starfandi og tekur við öllu fréttnæmu um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Ábendingar um það sem vel er gert eru sérstaklega velkomnar. Greinarskrif eru einnig velkomin, og gott tækifæri til að koma skoðunum á framfæri um hjartkær málefni.

Stöndum saman og aukum upplýsingaflæði og skoðanaskipti um málaefni Hafnarfjarðar.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Leiðarinn birtist í Fjarðarfréttum 11. janúar, 1. tbl. 21. árg. 2023.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2