Þrettándagleði á Ásvöllum

Fjölskylduhátíð sem hefst kl. 18

Frá þrettándagleði á Ásvöllum

Á mánudaginn, á þrettánda degi jóla, verða jólin kvödd. Á Ásvöllum verður Þrettándagleði fyrir alla fjölskylduna og er hún samstarfsverkefni Hauka og Hafnarfjarðarbæjar.

Álfar, púkar og tröll verða á staðnum og sungið og dansað á sviði eins og undanfarin ár. Hægt veður að kaupa kakó og vöfflur auk stjörnuljósa.

Þrettándagleðin hefst kl. 18 og lýkur með veglegri flugeldasýningu kl. 19.