ISLEK þjóðmenningarhátíðin hefst í dag og stendur til 20. júlí.
Hátíðin er haldin í Úlfarsárdal, Reykjavík, en þá verða liðin 50 ár frá því fyrsta ISLEK mótið var haldið hér á landi.
Bjóða aðstandendur alla þjóðdansara, þjóðlagaspilara og áhugafólk um þjóðbúninga velkomna á þessa hátíð. Hátíðisdagana verður fjölbreytt dagskrá með norrænum þjóðdönsum, tónlist, þjóðbúningum og þjóðlegu handverki.
Hún teygir sig víðar og munu dansarar m.a. verða áberandi á Thorsplani og í Hellisgerði.
ISLEK er haldið af Þjóðdansafélagi Reykjavíkur í samstarfi við Nordlek, samtök þjóðdansa-, tónlistar- og þjóðmenningarfélaga á Norðurlöndunum. Von er á fjölda gesta frá öllum Norðurlöndunum sem munu glæða mótsvæðið lífi á meðan mótinu stendur og við bjóðum allt áhugafólk um þjóðdansa, þjóðlög, þjóðbúninga og norræna þjóðmenningu velkomið að kíkja á hátíðina.
Eftirfarandi liðir dagskráar eru opnir almenningi:
Þriðjudaginn 15. júlí:
- Kynning á íslenskum þjóðbúningum í menningarmiðstöðinni Úlfarsárdal kl. 14:30-15:30 þar sem Oddný Kristjánsdóttir klæðskerameistari mun sýna og segja frá.
- Opnunarathöfn mótsins fer fram í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal kl. 20:00-21:30
Miðvikudaginn 16. júlí:
- Norræn danssýning á götum Hafnarfjarðar, á Thorsplani og Hellisgerði, kl. 14-16
- Norræn danssýning í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal kl. 20:00-21:30
- Beint á eftir verður svo gamli marsinn dansaður og dansað fram á kvöld
Föstudaginn 18. júlí:
- Norræn danssýning verður á götum Reykjavíkur, nánar tiltekið á Lækjartorgi og í Hörpunni, kl. 14-16
- Norræn þjóðlagatónlist er flutt fyrir gesti Dalslaugar frá kl. 16:30-17:30
Laugardaginn 19. júlí:
- Þjóðdansadagskrá á Árbæjarsafni í tilefni hátíðarinnar frá kl. 14:00-16:00