Opinn kynningarfundur um starfsleyfi álversins í Straumsvík

Álver Rio Tinto í Straumsvík

Kynningarfundur hefur verið boðaður vegna tillögu að starfsleyfi til handa Rio Tinto hf. á Íslandi.

Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða í kerskálum álvers ISAL í Straumsvík allt að 460.000 tonn af áli á ári auk reksturs tilheyrandi málmsteypu, ker- og skautsmiðju og flæðigryfju fyrir kerbrot og tilgreindan eigin framleiðsluúrgang, auk þjónustu sem tengist framleiðsluferlum beint.

Fundurinn verður rafrænn þriðjudaginn 14. september kl. 12 á þessari slóð. Gert er ráð fyrir að fundurinn geti staðið til kl. 13.30.

Á fundinum verður fjallað almennt um starfsleyfi Umhverfisstofnunar og eftirlit. Einnig verður farið yfir þá starfsleyfistillögu sem nú liggur fyrir auk vöktunaráætlunar sem fyrirhugað er að gildi til 2029. Þá verður farið yfir niðurfellingu ákvæða í starfsleyfi um þynningarsvæði.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna eða vöktunaráætlunina skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 21. september 2021.

Tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi ásamt fylgiskjölum má finna hér.

Ummæli

Ummæli