fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimÁ döfinniMenntskælingar setja upp Mamma Mía í Bæjarbíói

Menntskælingar setja upp Mamma Mía í Bæjarbíói

Leikfélag Flensborgarskólans frumsýnir á sunnudaginn kl. 20 söngleikinn Mamma Mía.

Undanfarin ár hefur leikfélag skólans staðið fyrir uppsetningum á glæsilegum söngleikjum og er engin undantekning á því í ár. Sýningin er byggð á samnefndri kvikmynd og er sýnd í Bæjarbíói. Leikarar eru 16 talsins en 26 nemendur koma að sýningunni.

Söngatriðin voru vel útfærð og leikararnir stóðu sig mjög vel

Leikstjóri og handritshöfundur er Júlíana Sara Gunnarsdóttir, danshöfundur er Sara Dís Gunnarsdóttir og söng-og tónlistarstjóri er Helga Margrét Marzellíusardóttir en Albatross spilaði inn tónlistina.

Þetta er hressilegur og skemmtilegur söngleikur.

Segist Stefanía Sigurðardóttir, einn leikendanna, lofa mikilli skemmtun og glæsilegum söngatriðum. Segir hún að leikfélagið hafi farið stækkandi undafarin ár og hefur sýningin aldrei verið eins stór og hún er í ár. „Við erum sjúklega stolt og sátt með það sem við höfum afrekað,“ segir Stefanía.

Blaðamaður Fjarðarfrétta fékk að kíkja á frumsýningu í dag þar sem var mikil stemmning og allt gekk mjög vel og leikarar greinilega tilbúnir fyrir frumsýninguna.

Frumsýningin verður á sunnudaginn kl. 20.

Fjölskyldusýning verður 15. mars kl. 16 og önnur sýning um kvöldið k. 20.
16., 22, og 23. mars verða sýningar kl. 20 en sýningin 23. mars er lokasýning.

Hægt er að tryggja sér miða hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2