fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimÁ döfinniLoppumarkaður Lions á Garðatorgi

Loppumarkaður Lions á Garðatorgi

Lionsklúbburinn Seyla á Álftanesi heldur loppumarkað, Lionsloppuna, á Garðatorgi í Garðabæ á laugardaginn, 6. apríl kl. 11-16.

Þar verða alls kyns fatnaður, skór og skart, bækur, spil, búsáhöld og leikföng til sölu á góðu verði og munu öðlast endurnotkun og þannig er hægt að sporna gegn sóun.

Allur ágóði rennur til líknarmála en klúbburinn hefur styrkt ýmis félagasamtök og einstaklinga með ýmsu starfi og fjárstyrkjum.

Lionsklúbburinn Seyla var stofnaður 1. mars 2012 en nafnið er sótt í rif á milli Bessastaðatjarnar og Skerjafjarðar sem tengist Skansinum í Bessastaðanesi.  Aðalfundarstaður Lionsklúbbsins Seylu er í Haukshúsum 2 á Álftanesi en í klúbbnum eru í dag 22 konur á öllum aldri.

Markmið Lionsklúbbsins Seylu er að „leggja samfélaginu lið“ og vinna að verkefnum Lionshreyfingarinnar í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, stefna að markmiðum sem og hafa í heiðri siðareglur Lionshreyfingarinnar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2