fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimÁ döfinniKvartett Rebekku Blöndal á síðdegistónum - Frítt inn

Kvartett Rebekku Blöndal á síðdegistónum – Frítt inn

Kvartett söngkonunnar Rebekku Blöndal kemur fram á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg.

Tónleikarnir verða á föstudag, 20. september, kl. 18 og er frítt inn.

Þessi nýlegi kvartett samanstendur af Rebekku, sem syngur, gítarleikaranum Andrési Þór, Matthíasi Hemstock á trommum og Birgi Steini Theódórssyni á kontrabassa. Kvartettinn flytur nýlegt efni sem er væntanlegt til útgáfu frá Rebekku í bland við eldra efni og efni eftir aðra höfunda.

Tónlist Rebekku mætti lýsa sem djass með popp- og sálarbrag. Rebekka gaf út plötuna Ljóð árið 2022 en platan hlaut góða dóma og í kjölfar hennar var Rebekka valin söngvari ársins 2022 í flokki djass- og blústónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023.

Tónleikaröðin er styrkt af Hafnarfjarðarbæ, Tónlistarsjóði Rannís og Menningarsjóði FÍH.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2