fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Hlaupahópur býður í afmælisveislu

Hlaupahópur FH fagnar 10 ára afmæli sínu með hlaupaveislu á laugardaginn kl. 9. Hlaupið verður frá Kaplakrika og verða nokkrar hlaupavegalengdir í boði auk 5 km göngu.

Í lok hlaupsins bjóða félagar í hópunum upp á dýrindis kaffihlaðborð þar sem öllu verður tjaldað til.

Öllum hlaupahópum er boðin þátttaka en afmælishlaupið er ekki keppnishlaup, heldur samskokk til að gleðjast með öðrum hlaupurum og eru allir velkomnir.

Hlaupið verður frá Kaplakrika en þar verður einnig hlaðborðið þar sem fólk fagnar afmælinu.

65 mættu á fyrstu æfinguna

Á æfingu í nýstofnuðum hlaupahópnum í febrúar 2010.

Fyrsta hlaupaæfingin var þriðjudaginn 19. janúar 2010 og mættu 65 á fyrstu æfinguna þó fyrir væri í Hafnarfirði þá einn stærsti hlaupahópur landsins, Skokkhópur Hauka. Fjölmargir eru enn virkir félagar í hópnum.

Síðan þá hefur hópurinn stækkað mikið og dafnað og í honum eru hlauparar á öllum getustigum og með mismunandi markmið.

Hlaupafélagar sem tóku þátt í fjallahlaupi á Ítalíu í október sl.

Hópurinn hefur farið annað hvert ár í skipulagða hlaupaferð til útlanda, fyrst árið 2012 til Kölnar í Þýskalandi, síðan til Amsterdam í Hollandi, Þriggja landa hlaupið í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, Montreal í Kanada og nú sl. haust fór um 90 manna hópur í fjallahlaup við Orta vatnið á Ítalíu.

Góð samstaða er í hópnum og eins og börnin gleðjast hlaupararnir þegar Friðleifur þjálfari býður upp ís.

Skráðir félagar eru um 220 sem gerir hópinn einn stærsta hlaupahóp landsins og er meðalaldurinn um 46 ár. Félagar eru á aldrinum 20 ára til 74 ára. Æfingar eru fjórum sinnum í viku, inniæfingar í frjálsíþróttahöllinni á mánudögum og útiæfingar á þriðjudögum,  fimmtudögum og laugardögum.

Æft er við misjafnar aðstæður eins og hér á Selstígnum í upplandi Hafnarfjarðar.

Sjá nánar um viðburðinn hér.

Heimasíða Hlaupahóps FH

Facebook síða Hlaupahóps FH

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar