fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimÁ döfinniHaustmessa í Krýsuvíkurkirkju á sunnudag kl. 14

Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju á sunnudag kl. 14

Haustmessa verður í Krýsuvíkurkirkju á sunnudaginn kl. 14 og guðsþjónusta á degi kærleiksþjónustunnar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 sama dag

Hin árlega haustmessa verður haldin í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 3. september og hefst hún kl. 14.

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarsókn, messar og Kári Þormar nýr organisti Hafnarfjarðarprestakalls leikur á orgel. Elfa Dröfn Stefánsdóttir félagi í Barbörukórnum syngur.

Við lok messu verður Upprisa, altaristafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Björnsson tekin niður og flutt í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hún á sér veturstað í kirkjuskipinu.

Eftir messuna er boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi en þar stendur yfir málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar sem nefnist Konan mín.

Í Hafnarfjarðarkirkju verður sama dag messa kl. 11 að venju en þar verður dagur kærleiksþjónustunnar hafður í hávegum. Sr. Jónína þjónar ásamt Sigríði Valdimarsdóttir djákna og kennara en Sigríður mun einnig prédika.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2