fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimÁ döfinniHalldór Árni flytur heim í Hafnarfjörð og býður til sýningar

Halldór Árni flytur heim í Hafnarfjörð og býður til sýningar

Á föstudaginn opnar Halldór Árni Sveinsson málverkasýningu í Litla Gallerýi, Strandgötu 11.

Á sýningunni sýnir Halldór Árni ný olíumálverk, máluð á þessu ári og því síðasta, auk nokkurra olíukrítarmynda. Myndefnið er bærinn og umhverfi hans, en Halldór er að flytja aftur í Fjörðinn eftir langa búsetu annars staðar. Yfirskrift sýningarinnar er Heim í Hafnarfjörð.

Halldór Árni er menntaður myndlistarmaður og auglýsingateiknari frá MHÍ, og kenndi listmálun hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar og víðar í rúma þrjá áratugi. Hann hefur haldið fjölda málverkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Flest verkin á sýningunni eru til sölu.

Halldór Árni er mörgum Hafnfirðingum kunnugur fyrir þrautseigju við að skrá sögu Hafnarfjarðar á lifandi formi en hann hefur tekið upp gríðarlega mikið efni á hinum ýmsu viðburðum í Hafnarfirði um áratugaskeið en marga þeirra má finna á Netsamfélag.is

Formleg opnun verður þann dag kl. 17-19 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Sýningin er opin yfir tvær helgar:

  • Föstudaginn 14. apríl, kl. 13–19
  • Laugardaginn 15. apríl kl. 12–17
  • Sunnudaginn 16. apríl kl. 14–17
  • Fimmtudaginn 20. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 12–17
  • Föstudaginn 21. apríl kl. 13–18
  • Laugardaginn 22. apríl kl. 12–17
  • Sunnudaginn 23. apríl kl. 14–17

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2