fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimÁ döfinniHalaleikhópurinn sýnir Ástandið í Halanum

Halaleikhópurinn sýnir Ástandið í Halanum

Ástandið – saga kvenna frá hernámsárunum, frumsýnt 8. febrúar

Halaleikhópurinn frumsýnir Ástandið 8. febrúar í Halanum, Hátúni 12 en Ástandið er saga kvenna frá hernámsárunum.

Leikritið byggir á frásögn Brynhildar Olgeirsdóttur, en hún upplifði hernámsárin. Höfundar þess eru Brynhildur Olgeirsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir.

Verkið fjallar um fjórar vinkonur sem hittast á kaffihúsi 50 árum eftir hernámið og rifja upp sögur sínar frá þeim árum. Þær eiga sér sameiginlegar minningar því að allar hafa þær orðið ástfangnar af hermönnum sem hér dvöldu á hernámsárunum. Sögur sem þær hafa sumar ekki getað sagt frá fyrr um hvernig líf þeirra var þá og nú. Ýmsar aðrar persónur koma einnig við sögu sem settu svip sinn á borgarbraginn á stríðsárunum, svo sem hermenn, sjoppueigendur, ástandsnefndarmenn, betri borgarar og bílstjórar. Leikur, dans, söngur og tónlist koma þar við sögu en bæði gleði og sorg fylgja þessum sögum.

Fjórtán leikarar taka þátt í sýningunni með hljómsveitinni og jafn margir vinna að henni bak við tjöldin. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.

Halaleikhópurinn var stofnaður 27. september 1992 og hefur starfað óslitið síðan. Hópurinn er leikfélag fatlaðra og ófatlaðra.

Miðasala er á midi@halaleikhopurinn.is og í síma 897 5007.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2