fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimÁ döfinniFlensborgarskólinn fagnar 140 ára afmæli sínu

Flensborgarskólinn fagnar 140 ára afmæli sínu

Opið hús á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn fagnar Flensborgarskólinn 140 ára starfsafmæli sínu. Flensborgarskólinn er með elstu starfandi skólum á Íslandi en hefur tekið margvíslegum breytingum í gegnum tíðina.

Hann hóf göngu sína sem barnaskóli, varð síðan að gagnfræðaskóla en frá og með árinu 1971 hófst starfsemi menntadeildar við skólann og fyrstu stúdentarnir voru útskrifaðir árið 1975. Síðan þá hefur skólinn breyst í fjölbrautarskóla og frá 1981 hefur skólinn skólinn eingöngu verið framhaldsskóli sem leggur áherslu á farsæld nemenda til menntunar og lífs, heilsueflingu og sjálfbært og skemmtilegt skólastarf.

Dagskrá afmælisdagsins má sjá hér en vakin er athygli á opnu húsi frá kl. 12:35 til 14:45 en þá eru foreldrar/forráðamenn og aðrir velunnarar skólans boðnir hjartanlega velkomnir í hús. Heitt verður á könnunni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2