fbpx
Mánudagur, desember 4, 2023
HeimÁ döfinniDiddú á hádegistónleikum með Antoníu Hevesi

Diddú á hádegistónleikum með Antoníu Hevesi

Tónleikar á þriðjudaginn kl. 12

Þriðjudaginn 3. mars kl. 12 mun Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópransöngkona, best þekkt sem Diddú, koma fram á næstu hádegistónleikum í Hafnarborg, þar sem hún mun flytja uppáhaldsaríurnar sínar, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar.

Tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Sigrún Hjálmtýsdóttir hóf feril sinn á sviði dægurtónlistar. Síðar stundaði hún sígilt söngnám við Guildhall School of Music and Drama í London og hélt síðan til Ítalíu í framhaldsnám. Frumraun sína á óperusviði þreytti hún í hlutverki dúkkunar, Olympiu, í Ævintýrum Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu. Meðal verkefna hennar hjá Íslensku óperunni eru hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Papagenu og Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, Lúsíu í Lucia di Lammermoor, Víolettu í La traviata, Adínu í Ástardrykknum og Rósalindu í Leðurblökunni, auk þess sem hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum á Listahátíð með Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu.

Sigrún hefur margoft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem og erlendum hljómsveitum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur hljóðritað fjóra geisladiska við undirleik Sinfóníunnar en alls hefur hún sungið inn á rúmlega 70 hljómplötur. Þá kom hún bæði fram á stórtónleikum José Carreras og Placido Domingo hér á landi. Undanfarin ár hefur hún m.a. komið fram á tónleikum í Frakklandi, Rússlandi, Kanada og Kína. Síðast söng Sigrún við Íslensku óperuna hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, fyrstu óperusýningunni í Hörpu, haustið 2011 og hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverkinu. Árið 1995 var Sigrún sæmd hinni íslensku fálkaorðu og árið 1997 finnsku ljónsorðunni.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2