Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir vegna jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefnar Hafnarfjarðar 11. nóvember.
Er umsóknarfrestur til 26. nóvember 2025.
Umsókninni þarf að fylgja staðgreiðsluskrá fyrir janúar-nóvember 2025 sem og síðasti seðill frá Tryggingastofnun ef það á við. Nefndin vill ekki fá skattframtalið, aðeins staðgreiðsluskrá.
Opið verður hjá Mæðrastyrksnefndinni að Strandgötu 31, þann 25. nóvember frá kl 17-19, fyrir þá sem getið ekki sent inn rafræna umsókn.
Allar nánari upplýsingar og tengill á rafræna umsókn um jólaaðstoð má finna á maedrastyrksnefnd.is
Úthlutun verður dagana 9. og 10. desember.
Hægt að leggja lið
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sækir styrki til fyrirtækja, bæjarins og ríkis. Einnig tekur nefndin á móti gjöfum sem nýtast sem jólagjafir fyrir börn og unglinga skjólstæðinga nefndarinnar.
Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar
- Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 0537-14-760686, kt. 460577-0399
- Reikngsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231, kt. 460577-0399.
Margt smátt gerir eitt stórt!


