Mánudagur, nóvember 10, 2025
HeimFréttirMæðrastyrksnefnd opnar fyrir umsóknir

Mæðrastyrksnefnd opnar fyrir umsóknir

Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir vegna jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefnar Hafnarfjarðar 11. nóvember.

Er umsóknarfrestur til 26. nóvember 2025.

Umsókninni þarf að fylgja stað­greiðslu­skrá fyrir janúar-nóvember 2025 sem og síðasti seðill frá Trygginga­stofnun ef það á við. Nefndin vill ekki fá skattframtalið, aðeins staðgreiðsluskrá.

Opið verður hjá Mæðrastyrksnefnd­inni að Strandgötu 31, þann 25. nóvem­ber frá kl 17-19, fyrir þá sem getið ekki sent inn rafræna umsókn.

Allar nánari upplýsingar og tengill á rafræna umsókn um jólaaðstoð má finna á maedrastyrksnefnd.is

Úthlutun verður dagana 9. og 10. desember.

Hægt að leggja lið

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sækir styrki til fyrirtækja, bæjarins og ríkis. Einnig tekur nefndin á móti gjöfum sem nýtast sem jólagjafir fyrir börn og unglinga skjólstæðinga nefnd­ar­­innar.

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar

  • Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 0537-14-760686, kt. 460577-0399
  • Reikngsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231, kt. 460577-0399.

Margt smátt gerir eitt stórt!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2