Mánudagur, október 13, 2025
HeimFréttirGlæsilegur árangur landsliðs Íslands í Taekwondo

Glæsilegur árangur landsliðs Íslands í Taekwondo

Um liðna helgi keppti landslið Íslands í Taekwondo bardaga í Riga á tveimur alþjóðlegum mótum.

Fyrra mótið var European small states championship G-1 var á föstudeginum og svo það síðara Riga Open G-1 á sunnudeginum.

Liðið var skipað þeim Ingibjörgu Erlu Grétarsdóttur úr Björk, sem keppti í senior -57 og -62 flokki, Guðmundi Flóka Sigurjónssyni senior -80 og Leo Anthony Speight úr Björk sem keppti í senior -68. Fyrra mótið var European small states championship G-1 var á föstudeginum og svo það síðara Riga Open G-1 á sunnudeginum.

Landslið Íslands í Takwondo

Guðmundur Flóki náði þeim glæsta árangri að sigra á báðum mótunum og er hann því búinn að ná gulli á þremur alþjóðlegmótum í röð.

Ingibjörg fékk silfur á báðum mótunum og og var hársbreidd frá Gulli á Riga Open.

Leo fékk silf á European small states sem er hans 5 G-medalía á árinu.

Helgin gaf því  landsliðinu 5 G-medalíur sem er allveg ótrúlegur árangur og greinilegt að okkar fólk er á á mjög réttri leið.

Ingibjörg Erla var að koma til baka á sín fyrstu mót eftir meiðsli og sýndi frábæra takta og landaði tveimur silfur verðlaunum og var hársbreidd frá Gulli á Riga Open.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2