Þriðjudagur, janúar 27, 2026
HeimFréttirHafnfirskur sendiherra í París

Hafnfirskur sendiherra í París

María Mjöll Jónsdóttir afhenti trúnaðarbréf

Hafnfirðingurinn María Mjöll Jóns­dóttir tók við stöðu sendiherra Íslands í Frakklandi í byrjun ágúst. Það var svo sl. mánudag sem hún afhenti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, trúnaðar­bréf í frönsku forsetahöllinni.

„Afhending trúnaðarbréfs er mikil­væg athöfn í upphafi starfs hvers sendiherra á nýrri starfsstöð. Það er fyrst eftir afhendingu trúnaðarbréfs sem sendiherra getur beitt sér formlega sem fulltrúi ríkis. Trúnaðarbréfið er undir­ritað af forseta Íslands, Höllu Tómas­dóttur, og afhent þjóðhöfðingja gisti­ríkisins,“ segir í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.

Hún var áður skrifstofustjóri skrifstofu alþjóðapólitískra málefna og stefnu­mótunar, hefur starfað innan utanríkis­þjónustunnar frá árinu 2001. Hún er með BA próf í spænsku með stjórn­málafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóða­stjórnmálahagfræði frá Colombia-háskóla í New York. Á árunum 2007-2015 starfaði María í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Árið 2016 varð hún deildarstjóri mál­efna Sameinuðu þjóðanna á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og deildarstjóri upplýsinga- og grein­ingar­deildar frá árinu 2018. Árið 2020 varð María Mjöll skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu og frá árinu 2022 skrifstofustjóri alþjóðapólitískra málefna og stefnu­mótunar.

María Mjöll er 46 ára, dóttir Ásthildar Ragnarsdóttur og Jóns Rúnars Hall­dórssonar.

Vel fór á með íslenska sendiherranum og forseta Frakklands. – Ljósm.: © Présidence de la République France

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2