Fimmtudagur, ágúst 21, 2025
HeimUmræðanHafnfirska gleðigangan

Hafnfirska gleðigangan

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ég tók að sjálfsögðu þátt í Gleðigöngu Hinssegin daga eins og oft áður. Ég gekk eins og áður með hafnfirskum gleðisprengjum. Dans, tónlist, glimmer og gleði var fyrir framan mig og fyrir aftan mig voru vígalegir víkingar.

Ég er ákaflega ánægður með það að Hafnarfjörður taki þátt í Gleðigöngunni og mér finnst það mikilvægt að við sem höfum valið stjórnmál sem starfsvettvang séum sýnileg í göngunni. Ég passa vel upp á það að merkja þennan dag rækilega í dagatalið mitt þannig að ekkert geti flækt málin og að ég sé laus og í bænum þessa helgi. Það er mikilvægt að sýna okkar fólki samstöðu í verki og ganga með okkar efnilegu ungmennum. Gleðjast yfir þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks en ekki síður minnast þeirra sem börðust með lífi sínu fyrir sjálfsögðum mannréttindum til handa öllum.

Það er auðvelt að gleyma. Það er hættulegt að gleyma. Öll réttindi okkar er afleiðing baráttu þeirra sem á undan hafa gengið og það er mikilvægt að hætta aldrei að berjast og það er ekki síður mikilvægt að minnast og muna að mannréttindi okkar eru ekki náttúrulögmál. Það þarf stöðugt að berjast fyrir þeim, við megum aldrei sofna á verðinum og verða værukær og halda að nú sé þetta komið.

Ég var stoltur og glaður að sjá okkar fólk ganga, dansa og syngja til varnar mannréttindum öllum til handa.

Ég hlakka til að ganga með ykkur á næsta ári.

Þið eruð frábær

Takk fyrir mig.

Jón Ingi Hákonarson,
bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2