Ljósmynd dagsins – Krýsuvík 1967

Fyrsta Vormótið var haldið í Krýsuvík árið 1965

Vormót Hraunbúa í Krýsuvík 1967. Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Ljósmynd dagsins tók ritstjóri Fjarðarfrétta þegar hann sem ungur ylfingur kom í heimsókn á Vormót Skátafélagsins Hraunbúa í Krýsuvík.

Myndin er tekin á litla Agfa myndavél og sýnir hluta tjaldbúðanna og Arnarfellið í bakgrunni. Þetta var 27. Vormótið sem Hraunbúar héldu og sennilega það þriðja sem haldið var í Krýsuvík.

Enn eru haldin Vormót í Krýsuvík sem fyrir löngu eru orðin landsfræg meðal skáta og fleiri. Eru þau að jafnaði fyrstu skátamót sumarsins.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here