fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimFréttirPólitíkUngmennahús í Hafnarfjörð?

Ungmennahús í Hafnarfjörð?

Greinin birtist í 42. tbl. Fjarðarfrétta

Hafnarfjarðarbær hefur fest kaup á gömlu skattstofunni á Suðurgötu 14 með það að markmiði að bæta umgjörðina um atvinnumál fatlaðra í bænum. Einnig hefur komið upp umræða um hvort mögu­legt og æskilegt sé að bærinn fari af stað með rekstur ung­mennahúss í húsinu. Mark­miðið með slíku húsi er að skapa ungu fólki vettvang til þess að koma saman og vinna að skapandi verkefnum.

Önnur nálgun nauðsynleg

Það er gjarnan talað um forvarnargildi þess að taka þátt í skipulögðu æskulýðs- og tómstundastarfi fyrir ungt fólk. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt starf hentar ekki öllum og þeir eiga þá hættu á því að lenda í vandræðum með að fóta sig þó það sé auðvitað alls ekki algilt. Sá hópur þarf aðra nálgun og aðrar lausnir. Því er mikilvægt að við reynum að bjóða þessum hópi upp á annan valkost og ungmennahús gæti orðið kjörinn vettvangur til þess. Það væri verkefni ungmennahúss að reyna að ná til þessara ungmenna og veita þeim skjól og verkefni við hæfi.

Ungmennahús opni haustið 2018

Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn leggja til að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir fjármunum til þess að undirbúa opnun ung­mennahúss í bænum. Stefnt verði að því að slíkt hús taki til starfa haustið 2018 og sérstaklega verði kannað hvort starfsemi ungmennahúss eigi samleið með annarri starfsemi í gömlu skatt­stofunni á Suðurgötu 14.

Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2