Metnaður og vilji í samgöngumálum

Willum Þór Þórsson skrifar

Willum Þór Þórsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi

Hafnfirðingar bíða í röðum í gegnum bæinn, að komast leiðar sinnar á morgnana og síðdegis. Allir sjá að þetta er ekki í lagi.  Ég er ekki einn um þá skoðun að meiri metnað og aukna framtíðarsýn þurfi til að byggja upp samgöngur ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu.  Það bíða okkar gríðarmikil verkefni í uppbyggingu innviða samfélagsins.  Í vegamálum erum við á landsvísu 60-100 milljörðum á eftir áætlun frá hruni.

Það þarf metnað og vilja til að sækja fram og sýna hvers við erum megnug og gera þarf langtímaáætlanir til þess að bæta samgöngur.  Ekki aðeins fyrir bílana heldur líka tengingar gangandi og hjólandi.  Munum að það eru líka samgöngur. Byggðin í Hafnarfirði er að vaxa til suðurs, Vellirnir stækka og umferð til og frá Keflavíkurflugvelli verður sífellt meiri og meiri.

Willum Þór Þórsson

Ofanbyggðavegur þarf að koma inn á skipulag og síðan verður að fylgja honum fast eftir á samgönguáætlun. Annað er óraunsæi.  Hugmyndir um tengingar frá Bessastaðanesi yfir Skerjafjörð þurfa að skoðast vel.  Aðalatriðiði er þetta.  Ef ekkert verður gert skerðast lífsgæði. Framfarasókn í samgöngumálum þarf að komast til framkvæmda.

Tökum samtalið, náum samstöðu og sínum þor og kjark.

Willum Þór Þórsson
varaþingmaður og oddviti Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here