fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimUmræðanHelstu verkefni næstu bæjarstjórnar í Hafnarfirði

Helstu verkefni næstu bæjarstjórnar í Hafnarfirði

Magnús Ægir Magnússon skrifar

Vernda þann stöðugleika sem náðst hefur hjá núverandi stjórn bæjarins

Það skiptir miklu máli að sá meirihluti sem taka mun við rekstri Hafnarfjarðarbæjar að kosningum loknum muni fylgja eftir þeim mikla árangri sem núverandi meirihluti hefur náð við rekstur bæjarins.

Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til þess.

Huga vel að framtíð unga fólksins og velferð eldri borgara í Hafnarfirði

Framtíðin er unga fólkssins og því verður ekki á móti mælt. Vel hefur verið staðið að málefnum þeirra ungu. Að sama skapi þarf að huga vel að þeim sem teljast eldri borgarar t.d. í samstarfi við Félag eldri borgara í Hafnarfirði.

Áfram eru tækifæri til úrbóta og uppbyggingar og þar er Sjálfstæðisflokknum best treystandi.

Nýta þarf vel risastór ný tækifæri

Tækniskólinn, Carbix og aðalstöðvar Icelandair eru á leið í Hafnarfjörðinn. Þetta er mikil áskorun fyrir bæjaryfirvöld sem verða að styðja vel við þennan flutning.

Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að leysa þessa áskorun.

Beitt sé hófsemd af hálfu bæjarins í túlkun og framkvæmd á reglum og reglugerðum sem lúta að einstaklingum og atvinnulífinu

Það skiptir miklu máli að bæjaryfirvöld beiti reglum og reglugerðum af hófsemd en misbeiti ekki.

Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til þessa.

Að alltaf sé nægt framboð lóða til íbúðarbygginga og lóða fyrir atvinnureksturinn

Fólk og fyrirtæki vita að það er gott að vera í Hafnarfirði. Framboð lóða þarf að jafnaði að vera það sama og eftirspurn.

Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til þessa.

Tryggja þarf að bæjarbúar njóti alltaf nauðsynlegrar grunnþjónustu.

Kjörnir fulltrúar ber skylda til að fara vel með það fjármagn sem bæjarstjórn á hverjum tíma hefur til umráða. Skatttekjur á að nýta í nauðsynlega grunnþjónustu. Eyðsla á skattfé í gæluverkefni á ekki að líðast.

Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að tryggja að bæjarbúar njóti alltaf nauðsynlegrar grunnþjónustu og að farið sé vel með skattfé.

Höfundurinn er rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi og býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2