fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimUmræðanHarma villandi umræðu um byggingu knatthúss

Harma villandi umræðu um byggingu knatthúss

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar FH sendir frá sér tilkynningu

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar FH (BUR) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það harmar þá villandi og röngu umræðu um byggingu knatthúss í Kaplakrika sem mátt hefur lesa og heyra undanfarnar vikur.

„Frá árinu 2015 hefur BUR greitt fyrir hluta þeirra tíma sem ráðið hefur í þeim tveim knatthúsum sem þegar eru í Kaplakrika. Það er staðreynd sem allir sem vilja geta kynnt sér að Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) hefur byggt þessi tvö hús fyrir eigin reikning og alfarið á ábyrgð félagsins.

Það að BUR hafi neyðst til þess að taka beinan þátt í kostnaði við byggingu „Dvergsins“ er eitthvað sem í eðlilegu ástandi á ekki að þekkjast en ábyrgð okkar gagnvart iðkendum félagsins er það mikil að þess gerðist þörf.

Það hefur lengi legið fyrir að aðstaða knattspyrnudeildar FH er hvergi nærri fullnægjandi og hefur félagið í raun verið á undanþágu vegna kappleikja í 11 manna bolta í mörg ár. Eins og berlega kemur fram í könnun á hver vöntun á æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir knattspyrnu væri hér í Hafnarfirði  sem bæjaryfirvöld framkvæmdu er það sjálfgefið að byggja knatthús í fullri stærð í Kaplakrika. Aðstöðuleysið hefur vitanlega verið öllum ljóst í langan tíma, aðalstjórn félagsins verið að leigja mannvirki í nágrannasveitarfélögunum í nokkur ár til æfinga fyrir iðkendur og þ.a.l. forráðamenn og iðkendur að eyða dýrmætum tíma og fjármunum í ferðalög. Æfingatímar sem hafa verið í boði hafa að mestu verið á ókristilegum tíma.

BUR beinir þeim orðum til bæjaryfirvalda hér í Hafnarfirði að horfa til staðreynda í þessu máli sem öðrum og láta rangfærslur og rakalausan áróður sem vind um eyru þjóta.

Foreldrar og forráðamenn iðkenda yngri flokka knattspyrnudeildar FH hafa lagt sitt af mörkum í þeirri stórkotslegu uppbyggingu sem fram hefur farið inna félagsins undanfarin ár. Það eru áform okkar allra að gera gott enn nú betra og er bygging Skessunnar liður í þeim áformum.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2