fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanHafró í Hafnarfjörð

Hafró í Hafnarfjörð

Ólafur Ingi Tómasson bæjarfulltrúi skrifar:

Það er mikill fengur fyrir okkur Hafnfirðinga að ákvörðun hafi verið tekin um flutning Hafrannsóknar­stofnunar (Hafró) í Hafnarfjörð. Það er félagið Fornubúðir ehf. sem varð hlutskarpast í útboði Ríkis­kaupa á húsnæði undir starf­semi Hafró. Stofnunin mun verða við Fornubúðir 5 sem margir þekkja sem SÍF húsið. Aukin byggingarreitur við Fornubúðir 5 var nýlega sam­þykktur af öllum fulltrúum í skipulags- og byggingarráði og hafnarstjórn, hins vegar voru það bæjarfulltrúar meiri­hlutans í bæjarstjórn sem samþykktu tillögu um aukin byggingarreit en þrír bæjarfulltrúar minnihlutans höfðu ekki skoðun á málinu og kusu að sitja hjá og einn var á móti tillögunni.

Það sem fylgir Hafró

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skilaði nýlega skýrslu til Alþingis um fyrir­hugaðan flutning á aðsetri Hafrann­sóknastofnunar – ráðgjafarstofnunar hafs og vatna. Í skýrslunni segir m.a. „Um er að ræða húsnæði sem að mestu verður nýbygging og hægt er að sníða að þörfum stofnunarinnar, sem kemst með því undir eitt þak. Rannsóknarskipin fá lægi í höfninni rétt við húsið. Þá er mögulegt að stækka húsið og þegar eru uppi hugmyndir að koma þar á fót þekk­ingarsetri um hafið og heim­skautin, auk þess sem sjávar­klasi með sprota­fyrirtækjum og þekkingar­fyrir­tækjum í sjávarútvegi hefur líst miklum áhuga að kom­ast í nábýli við stofnunina með samstarf í huga.“ Við kjörnir fulltrúar sem sam­þykktum aukinn bygg­ingarrétt við Fornubúðir 5 sjáum eins og ráðherrann mikil tækifæri samhliða flutn­ing Hafró í Hafnarfjörð. Nefnd eru í skýrslunni þekk­ing­ar­­setur, sprota­fyrirtæki og þekk­ingarfyrirtæki auk þess sem tækifæri gefst fyrir fræðslu- og kennsluhlutverk stofn­unarinnar að vaxa og þróast en frekar.

Framtíð Flensborgarhafnar

Samkvæmt því sem kemur fram hér að ofan er fyrirséð að mjög mikil, jákvæð uppbygging og starfsemi verður á þessu svæði. Við smá­báta­höfnina hefur verið vaxandi áhugi á ýmis­konar starfsemi, má þar nefna Íshúsið sem iðar af lífi alla daga vikunnar, litlu húsin við Fornubúðir þar sem allskonar starfsemi fer fram og Drafnarhúsið sem hýsir m.a. veit­ingarstaði og verslun. Fyrirhugað er að halda áfram með vinnu við skipulag á Flensborgarsvæðinu og er ég þess fullviss að áhugi á frekari uppbyggingu við smábátahöfnina muni fylgja komu Hafró.

Ó. Ingi Tómasson er bæjarfulltrúi, formaður skipulags- og byggingarráðs og á sæti í hafnarstjórn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2