fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimUmræðanÉg þarf ekki að vera fullkomin..

Ég þarf ekki að vera fullkomin..

..en gæti auðveldlega orðið minn eiginn meistari

Hvað mótar sjálfsmat okkar? Reynsla okkar úr fortíðinni, staða okkar í nútíðinni og hugmyndir okkar um framtíðina.

Við erum alltaf mótuð af þessu neikvæða, þrátt fyrir að vera búin að gera okkar besta til að gera sem best úr því. Það letur okkur þegar skorturinn hefur tekið toll af stefnunni í lífinu sem myndar svo þar af leiðandi neikvæða mynd af áframhaldandi tilveru. Þetta gerist ósjálfrátt..

Nema…
Ef maður er meðvitaður um að vera samt eins vongóður og jákvæður, úrræðagóður og þrautseigur og hægt er. Að þá kemst maður lengra. Og ótrúlega gott vopn í því er einmitt jákvæð tengslamyndun. Fólkið manns sem vonandi hefur hvetjandi og jákvæð áhrif á mann. Og að fara vel með líkamann, tala hlýlega við sig og vera í fallegu sambandi við sjálfan sig. Það að mörgu leyti er mun meiri heiðarleiki en fólk gerir sér margt grein fyrir. Það er að gera það sem er satt.

Hugarfarið sem ræður

Því auðvitað á enginn að lifa lífi þar sem hann á að vera vondur við sjálfan sig. Svo að maður gerir allt sem maður getur til að byggja sig upp þegar maður fær tækifæri til. Forðast skal maður að burðast með skömm eða samviskubit, heldur miðast alltaf við að vera betri manneskja. Biðjast afsökunar þar sem þarf ef maður veit að maður hefur sært. Það er hugarfarið sem ræður því hvort maður sker sig úr, hvort maður upplifir sig á jákvæðan hátt eða neikvæðan í tilverunni sem blasir við.

Staða okkar skiptir að sjálfsögðu máli og að finna að við séum að færast nær sterkari stöðu og að við séum að vaxa.

Erum við í því félagslega umhverfi og tengingu við umhverfið sem við þurfum að vera í?
Sé ég framtíðina bjartari en hún var fyrir  ári síðan? Tveim árum? Get ég haft trú á markmiðunum sem ég set mér? Hef ég það sem þarf til eða er ég að fara að stinga hausnum í sandinn?

Nei, framtíðarinnar vegna sting ég höfðinu ekki í sandinn vitandi að ég er búin að aðlaga mig að lífinu eins og það er framundan, með meðfylgjandi kröftum og vörnum..
Ég hef þrautsegju og úthald. Einbeitingu og ásetning. Ég get fylgt markmkiðum mínum eftir. Vonir mínar og væntingar skipta nefnilega máli… Því viðhorf mín til fortíðar, nútíðar og framtíðar hafa fengið meðbyrinn og hreinsunina sem leiðir til þess að ég fæ að endurfæðast á ný. Ég er tilbúin. Ég vill að heimurinn finni að mótun mín og vöxtur, hefur orðið að þeirri stórkostlegu manneskju sem fram skal koma.

Sjálfsmat mitt er í bata. H-vítamínin (hrósin) eru að rúlla inn og mega koma frá mér líka. Þau eru virkur hluti af kjarnanum mínum og geisla fram í núið mitt. Ég klappa mér mill vængjana á hverjum degi án nokkurs efa um hversu mikla blíðu og hlýju ég á skilið. Ég hef fengið nýjan naflastreng. Hann er ekki tengdur við eitrið sem fortíð minni var byrlað. Ég gat ekki varið mig þar, því þar var ég varnarlaust barn. En ekki í dag.

Nú er ég ljónið. Ég spyrni við öllu sem áður kveikti ranga elda sem gerðu dagleg lífsgæði mín erfiðari. Því ég þróa allt sem gerir mig að tignarlegum einstakling. Þol mitt og brynja eru sveigjanlegir eiginleikar sem öskra með mér en ekki á móti mér. Æska mín er saga sem er einhverjum til fræðslu eða visku og sýnir að sá sterkasti fær sigurinn. Vonandi verður hún einhverjum reynslusaga sem aðrir munu finna að gerir kraftaverk fyrir einhvern sem þau þekkja.

Ég þarf ekki að vera fullkomin

Það er alltaf von. Kröfurnar frá mér, verða val. Engin setur ábyrgð á mig sem á hana sjálfur. Ég er ekki til sölu. Hlutirnir verða ekki endilega alltaf fullkomnir. Ég þarf ekki að vera fullkomin. Ég þarf ekki að vera fullkomin.. Ég laða til mín allt sem gerir mig sterkari. Að ég upplifi mig í ljúfari tengingu við mig í dag en í gær, er sigurinn í sjálfu sér. Því þá veit ég að ég fæ að hvíla í mér. Í því býr sjálfstæðið. Og þá fær maður að fæðast í núið – Frjáls!

Soffía Hrönn Gunnarsdóttir

Soffía Hrönn Gunnarsdóttir
Þriggja barna móðir sem er í starfsþjálfun hjá Fjarðarfréttum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2