fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimUmræðanEftirköst Covid leynast víða

Eftirköst Covid leynast víða

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Á dögunum sendi Viðreisn fyrirspurn inn í fræðsluráð um forvarnir. Ástæða fyrirspurnar voru auknar áhyggjur á stöðu barna og ungmenna í bænum. Þó svo að kannanir síðustu ár sýni ekki aukna neyslu barna og ungmenna á hugbreytandi efnum þá er vaxandi vandamál þarna úti sem þarf að bregðast við. Það eru helst þá börnin og ungmennin sem þrífast ekki í tómstundum, finna sig ekki í þessu hefðbundna samfélagi og þarf að finna lausnir til þess að vinna með þeim. Úti í skólasamfélaginu, hvort sem það er í grunnskólum eða framhaldsskólum þá hafa stjórnendur og kennarar áhyggjur af stöðu barna og ungmenna eftir covid. Það eru ýmis áhættumerki, skólaforðun, kvíði, vanlíðan, áhættuhegðun og annað sem er að koma fram í meira mæli en var fyrir covid. Það þarf ekki að fara langt, heyra í skólastjórnendum og kennurum til þess að vita af þessum raunverulegu áhyggjum, eftirköst af covid eru sannarlega að hafa áhrif á ungmennin okkar.  Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál, aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi.

Við í Viðreisn munum ítreka þá kröfu sem sett hefur verið fram oftar en einu sinni á síðasta kjörtímabili að það sé aukið við stöðugildi forvarnafulltrúa bæjarins, sett sé fjármagn í að auka stöðugildi í Hamrinum ungmennahúsi og Músík og mótor.

Við viljum einnig minna á að Íþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem hægt er að stunda. Við ætlum að leggja mikla áherslu að styrkt verði enn frekar við menningartengdar tómstundir. Listsköpun, tónlist og fleira. Það væri t.d fyrsta skref í þá átt að veita meira fjármagn inn í rými eða húsnæði fyrir listnámskeið, í dag er ekkert slíkt í boði í Hafnarfirði. Við viljum að börn og ungmenni í bænum hafi raunverulegt valfrelsi .

Karólína Helga Símonardóttir,
fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi. 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2