fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkÁfram Ísland!

Áfram Ísland!

Það munar um Miðflokkinn. Þegar stjórnmálamenn taka ákvarðanir um framtíð landsins eiga hagsmunir þjóð­arinnar alltaf að vera í forgrunni.

Við verðum að nýta kraft einstaklinganna til að auka verðmætasköpun. Því miður hafa allt of mörg mikilvæg mál setið á hakanum hjá núverandi ríkisstjórn. Þar blasa helst við efnahagsmál, húsnæðis­mál, orkumál og stjórn á landamærunum. Miðflokkurinn hefur talað skýrt um hverju þarf að breyta og mun taka af festu á þessum málaflokkum.

Samspil þessara málaflokka skiptir máli þegar litið er á stóru myndina. Því er brýnt að draga úr óþarfa ríkis­útgjöldum, reka ríkið á ábyrgan hátt og skila hallalausum ríkissjóði. Þannig og aðeins þannig er unnt að senda skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja um að vextir og verðbólga muni lækka.

Með auknu lóðaframboði, einfaldara regluverki og auknum hvötum til upp­byggingar á nýju húsnæði mun ungt fólk aftur fá von um að það eigi mögu­leika á að komast inn á húsnæðis­mark­aðinn. Allt er það í takt við séreignastefnu Miðflokksins.

Rjúfum kyrrstöðu í orkumálum

Það verður að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum. Næg orka er forsenda fyrir velmegun og er Ísland þar engin undan­tekning. Nýta þarf auðlindir þjóðarinnar til að halda áfram að byggja upp velferð.

Við sem samfélag verðum að eiga heiðarlega og opinskáa umræðu um endurskoðun á lagaumhverfi hælis­leitendakerfisins og nýta okkur reynslu annarra Norðurlanda. Við viljum taka vel á móti því fólki sem kemur hingað en það eru þolmörk fyrir því hvað innviðir og samfélagið þolir.

Tökum skynsamlegar ákvarðanir

Það þarf að nálgast rekstur þjóðar­búsins og ákvarðanir þar um eins og langhlaup, taka skynsamar og vel ígrund­­­aðar ákvarðanir sem byggjast á innihaldinu. Við tökum ákvarðanir í dag sem börnin okkar munu uppskera ef vel tekst til. Það munum við í Miðflokknum gera.
Ég hef reynt af fremsta megni að halda heiðri Íslands á lofti og vera ávallt til fyrirmyndar í sundinu. Núna er ég kom­inn heim fyrir fullt og allt og vil leggja mitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag á Íslandi. Alltaf þegar ég hef keppt hef ég haft slagorðið „Áfram Ís­land!“ í huga mér og ekkert hefur breyst núna þegar ég er kominn í pólitík­­ina.

Anton Sveinn McKee,
Hafnfirðingur og er í 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2