fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífÞú þarft ekki lengra en í Augastað

Þú þarft ekki lengra en í Augastað

Frábær þjónustu og mikið úrval – íþrótta- og útivistargleraugu, öryggisgleraugu og ódýr barnagleraugu

Ívar Torfason sjóntækjafræðingur í Augastað Firði hefur allt frá árinu 1997 þjónustað viðskiptavini sem koma í verslunarmiðstöðina.

Í Augastað er fullkomin aðstaða til sjónmælinga og linsumátana. Ásamt Ívari starfar hún Fanndís og saman hjálpast þau að við að ráðleggja viðskipavinum um val á réttu gler­augunum.

Gleraugu við allra hæfi í Augastað

Ívar segir gleraugu vera bæði nauðsynjavöru og tískuvöru. Því er boðið upp á mjög gott úrval af um­gjörðum frá þekktum fram­leiðend­um og einnig sólgleraugu og gleraugu fyrir hvers konar útivist og íþróttir auk öryggisgleraugna.

Ívar með hjálm frá Rudy en til eru bæði skíða- og hjólahjálmar.
Glæsilegir skíðahjálmar með augnhlíf sem lyfta má upp

Segir Ívar að Augastaður bjóði upp á afar vönduð íþrótta- og útivistargler­augu frá Adidas og Rudy Project. Þau er hægt að fá í mjög mörgum útfærslum sem henta aðstæðum hverju sinni, svo notandi skynji betur t.d. misfellur í landslagi eða snjó. Þá er hægt að fá útivistargleraugu með styrk og jafnvel lesglugga svo auðveldara sé t.d. að lesa á sportúrið.
Þá segir Ívar að Augastaður í Firði þjónusti mörg fyrirtæki, stór og smá, með öryggisgleraugu, en auknar kröfur eru nú gerðar til vandaðra öryggis­gleraugna í ýmissi starfsemi.

Ódýr gleraugu fyrir börn

Augastaður leggur áherslu á að bjóða gleraugu á lægra verði fyrir börn og unglinga til 18 ára aldurs. Kappkostað er að hafa gott úrval í barna- og unglingagleraugum.
Lesgleraugu með blágeislavörn
Aukin notkun á tölvum og farsímum eru ekki heppileg fyrir augun og býður Augastaður tilbúin lesgleraugu með blágeislavörn auk þess sem hægt er að fá slíka vörn í önnur gleraugu.

Úrvalið er mikið af vönduðum umgjörðum frá mörgum þekktum framleiðendum.

Augnlinsur og dropar

Ívar segir augnlinsur mjög vinsælar en þær er hægt að fá í góðu úrvali og hægt að sérpanta linsur með sérþarfir viðkomandi í huga. Að sjálfsögðu er linsuvökvi í boði en einnig augndropar gegn augnþurrki. Ívar segir mjög marga sem nota linsur, vinna við tölvur eða eru almennt með augnþurrk nýta sér augndropana.

Þau Ívar og Fanndís bjóða Hafn­firðinga og aðra velkomna í verslunina á besta stað í Firði en opið er alla virka daga kl. 10-18.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2