fbpx
Mánudagur, mars 4, 2024
HeimKynningFjölbreytt þjónusta við dýr í Hafnarfirði

Fjölbreytt þjónusta við dýr í Hafnarfirði

Nínó heilsuhús hunda og katta og Dýralæknamiðstöð Hafnarfjarðar Lækjargötu 34 b áttu tveggja ára afmæli 26. september s.l.

Nínó heilsuhús hunda og katta og Dýralæknamiðstöð Hafnarfjarðar Lækjargötu 34 b áttu tveggja ára afmæli 26. september s.l.

„Mikil þörf var á dýralæknaþjónustu í Hafnarfirði og létum við slag standa á að geta boðið upp á þetta ágæta samstarf sem hefur gengið prýðilega,“ segja þær María Þorvarðardóttir eigandi Nínó og Steinunn Geirsdóttir dýralæknir eigandi Dýralæknamiðstöðvarinnar.

nino_19_vef

„Í nóvember mun svo bætast í hópinn okkar hundasnyrtistofa Molakot, en það er Margrét Lára hundasnyrtir sem mun sjá um dekrið á dýrunum. Þá er allt undir sama þaki á einum stað fyrir gæludýrin í Hafnarfirði og markmiðinu náð.

Sérstaða okkar er að bjóða upp  besta hráefni sem völ er á sem stuðlar að betri heilsu og hamingju gæludýranna. Flest okkar vörumerki koma frá Þýskalandi og eru þ.a.l. rekjanleg til framleiðanda sem er mikill kostur um góða vöru. Við bjóðum  upp á frábært  afmælis tilboð á 15 kg af hundafóðri frá Happy Dog lamb og hrísgrjón á 7.500 krónur.”

Dýralæknamiðstöðin í Hafnarfirði er útibú frá Dýralæknamiðstöðinni Grafarholti.

Frá 2014 hefur stofan verið opin á virkum dögum og hægt er að koma með dýrin í alla almenna dýralæknaþjónustu þ.e.a.s. skoðun, bólusetningu, ormahreinsun, geldingu, tannhreinsun ofl. Ef um stærri aðgerðir er að ræða er dýrunum beint áfram á  Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem er mjög vel tækjum búinn spítali og allar stórar aðgerðir framkvæmdar þar.

Þrír dýralæknar skipta dögunum á milli sín í Hafnarfirði

  • Dagmar Vala Hjörleifsdóttir dýralæknir sem er með augnsjúkdóma sem áhugasvið.
  • Silja Unnarsdóttir dýralæknir sem er kirópraktor fyrir gæludýr og mikil hestakona
  • Steinunn Geirsdóttir sem er sérgreinadýralæknir í sjúkdómum hunda og katta.

Þar sem Silja er mikil hestakona og hefur unnið sem hestadýralæknir verður einnig boðið upp á vitjanir í hesthúsin í vetur og gert út frá stofunni að Lækjargötu 34 b.

nino_07vefTilboð til 15. nóvember

nino_18vef„Þar sem við fögnum því að hafa verið hér í Hafnarfirði núna í 2 ár ætlum við að bjóða uppá hið sívinsæla tilboð okkar á geldingu og ófrjósemisaðgerð á köttum út október og til 15. nóvember 2016.“

NÍNÓ er opið alla virka daga kl. 12-18.00 og laugardaga yfir veturinn frá kl. 12-14.

Sími 533 2700 eða 822 4500

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2