Meistaraflokksfólk fær frítt í sund í ár vegna COVID-19

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita leikmönnum meistaraflokka í karla- og kvennaflokki sem leika með hafnfirskum liðum frían aðgang að sundlaugum bæjarins í eitt ár.

Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að í samkomubanni urðu þessir flokkar fyrir mestu tekjufalli og þjálfarar og leikmenn tóku á sig kjaraskerðingu.

„Styðja við fyrirmyndir barna okkar“

„Hér er Hafnarfjarðarbær að leggja félögunum lið, styðja við (afreksfólk) fyrirmyndir barna okkar og hvetja alla til að nota sundlaugarnar okkar,“ segir í greinargerðinni

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir á fundinn.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að útfæra verkefnið í samtarfi við íþróttafélögin og forstöðumann sundstaða og tekur það gildi eigi síðar en 30. júní nk.

Ummæli

Ummæli